top of page

Aflendurforritun - Stage 2

Stage 2 aflendurforritun er hugsuð fyrir lítið breytta bíla.

  • 2 hours
  • 88.900 íslenskar krónur
  • Location 1

Service Description

Stage 2 aflaukning krefst þess að búið sé að skipta um ákveðna hluti til þess að dæmið gangi upp í flestum tilvikum. Sem dæmi má nefna intercooler, bílaframleiðendur nota mikið plast í dag og þegar að búið er að auka trukk frá túrbínu ákveðið mikið hafa endar á intercoolerum verið að springa og losna, þetta á þó ekki við í öllum tilvikum en er algengur kvilli á VW Golf sem dæmi en þar að auki myndast meiri inntakshiti við svona breytingu og því æskilegt að uppfæra í intercooler með betra og stærra core. Einnig er æskilegt að vera búinn að gera breytingar á pústkerfi, í sumum tilvikum þar sem að rörin eru mjög grönn þarf að vera búið að setja pústkerfi frá túrbínu og afturúr og fjarlægja hvarfakút (catless downpipe) eða setja hvarfakút sem að er með aukið flæði (sports cat / race cat). Við bjóðum kúnnum upp á tilbúin performance pústkerfi og einnig sérsmíði á verkstæðinu okkar. Þá er líka mjög mikilvægt að fá meira kalt loftflæði inn í mótorinn, lægri inntakshiti þýðir líka lægri afgashiti, og því minni hiti þýðir að mótor líður betur, intercoolerinn sinnir því hlutverki en með því að setja CAI (Cold Air Intake) kit í bílinn kemur meira og kaldara loft að túrbínu sem þýðir að intercoolerinn fær ekki eins heitt loft eftir að loftið er búið að fara í gegnum túrbínuna. Þessi kit er hægt að sérpanta í vefverslun okkar sérsniðin að hverjum og einum bíl.


Contact Details

  • +354-778-4080

    info@onestop.is


bottom of page